Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
15.2.2008 | 15:08
VIDEO - ÓÞELLÓ, DESDEMÓNA OG JAGÓ
9.2.2008 | 13:09
HA?
Oft hef ég orðið hissa á leikgagnrýni en nú skil ég hana bara ekki! Martin Regal skrifar leikgagnrýni um "Óþelló, Desdemónu og Jagó" 2 febrúar. Eins og ég skil þennan leikdóm þá kvartar hann helst undan því að við séum ekki að setja upp Óþelló eftir Shakespeare (verkið er leikgerð sem unnir er upp úr Óþelló). Hann kemur t.d. með tillögu um að við bætum við þremur persónum úr upprunalega verkinu!!! HA?? Hvernig í ósköpunum dettir manninum í hug að það muni bæta þessa leikgerð. Grunn hugmynd leikgerðarinnar er að segja söguna með þessum þremur persónum og láta hverja þeirra nota sitt eigið tjáningarform (Óþelló dansar, Destemóna talar táknmál og Jagó talar íslensku) - bíddu.... ættum við þá kannski að láta hina steppa, syngja og mála??? Ef honum fannst þessi leikgerð ekki nógu góð, leiddist eða var bara einfaldlega ekki ánægður með sýninguna í heild sinni er ekki spurningin hér - heldur hvernig hann gagnrýnir. Hann kom til að sjá Óþelló eftir Shakespeare - en við vorum hins vegar með sýninguna "Óþelló, Desdemóna og Jagó" (nafnið hefði t.d. átt að vera smá hint). En nei það kom málinu greinilega ekki við.
Þegar ég las þennan dóm þá datt mér í hug saga sem sögð var í tíma í listfræði þegar ég var í BA náminu mínu - þar var listamaður að flytja listaverk sitt "Fuglinn" - þetta var straumlínulaga skúlptúr sem átti að tákna fugl. Tollgæslan vildi hins vegar ekki leyfa honum að setja verkið í tollflokk fyrir listaverk - því þetta líktist jú ekkert fugli! -var bara járnarusl í þeirra augum. Það sem er hins vegar dálítið sorglegt er að þessi saga með fuglinn gerðist fyrir tugum ára - en þessi dómur kom í síðustu viku!Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar