Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvar er (K)Lárus?

Draumasmiðjan DÖFF-RÆTUR frumsýndi gamanleikritið "Hvar er (K)Lárus?" í Kópavogsleikhúsinu 15. nóvember við mikinn fögnuð áhorfenda. Verkið er fyrsta uppfærsla hópsins sem er áhugaleikhópur á vegum Draumasmiðjunnar skipaður eingöngu heyrnarlausum listamönnum. 

Vegna mikillir aðsóknar hafa verið settar inn aukasýningar

6. desember kl. 20:00

og

28. desember kl. 20:00

Sýnt er í Kópavogsleikhúsinu, Funafold 2 í Kópavogi. Miðapantanir eru á netfanginu draumamsidjan (hjá) draumasmidjan.is og í síma 898 4429 (fyrir táknmál í 3G) eða 824 2525 (fyrir íslensku)


Hvar er (K)Lárus?

Draumasmiðjan hefur nú stofnað áhugamannaleikhópinn Döff-Rætur og hefur hópurinn æft af kappi verðlaunaverkið úr leikritasamkeppni Höfundasmiðjunnar síðasta vor, "Hvar er (K)Lárus?". Höfundur verksins er Már Ólafsson, en leikstjóri er Jan Fiurasek

Verkið verður sýnt í Kópavogsleikhúsinu í Funalind, þann 15. nóvember og eru næstu sýningar 21. og 22. nóvember og hefjast sýningar  kl. 20:00. Hægt er að panta miða á netanginu hennar Elsu: elsa (hjá) draumasmidjan.is. 

 

Ekki missa af þessari skemmtilegri sýningu!


Höfundur

Draumasmiðjuteymið
Draumasmiðjuteymið
Draumasmiðjan var stofnuð árið 1994 og hefur starfað óslitið síðan. Meðal sýninga Draumasmiðjunnar má nefna Ávaxtakörfuna, Baneitrað samband á Njálsgötunni, Góðar hægðir og Ég sé.. auk margra fleiri sýninga. Ég sé... markaði tímamót í stefnu Draumasmiðjunnar, en hún var fyrsta íslenska Döff-leiksýningin og í dag séræfir Draumasmiðjan sig í Döff-leikhúsi auk venjulegrar leiklistarstarfsemi.

Nýjustu myndir

  • othelo taka 2 2 (47)
  • úr Óþelló, Desdemóna og Jagó
  • Picture 029
  • Okt 112

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband