5.12.2007 | 18:09
Óþelló, Desdemóna og Jagó
Næsta verkefni Draumasmiðjunnar Óþelló, Desdemóna og Jagóer að fara í aftur í æfingu eftir stutt hlé. Verkið er leikgerð Gunnars Gunnsteinssonar, byggð á Óþelló eftir Shakespeare en Gunnar er einnig leikstjóri verksins. Sýningin er samvinnuverkefni Draumasmiðjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins sem frumsýnd verður á litla sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 27. janúar 2008, kl 17:00 (ath breyttan sýningartíma!!).
Aðeins eru þrjú hlutverk í verkinu og hvert þeirra hefur sitt eigið tjáningarform, þ.e.a.s. í hlutverki Óþellós er dansarinn Brad Sykes, í hlutverki Desdemónu er heyrnarlausa leikkonan, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, sem tjáir sig á táknmáli og í hlutverki Jagós er leikarinn Hilmir Snær Guðnason sem fer með allan talaðan texta á íslensku. Hér er því ólíkum tjáningarformum mannsins stefnt saman og þau annars vegar látin standa sjálfstæð eða tvinnast saman til að segja þessa dramatísku sögu helstu perlu leikbókmenntanna. Sýningin er fyrst og fremst sjónræn, en það er myndlistarmaðurinn Vignir Jóhannsson sem gerir leikmyndina, María Ólafsdóttir sem hannar búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson sem hannar lýsinguna. Tónlist mun hins vegar einnig eiga stórann þátt í sýningunni og er það Rúnar Þórisson sem bæði semur tónlistina og flytur á sýningum. Það er óhætt að segja að þessi sýning sé harla óvenjuleg og höfði fyrst og fremst til skynjunar og upplifunar áhorfandans.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.