Draumasmiðjan æfir tvö verk.

Æfingar eru hafnar á tveimur verkum hjá Draumasmiðjunni. 

Fyrra verkið ,,Óþelló, Desdemóna og Jagó” byggir á leikriti William Shakespeare, Óþelló. Verkið er samstarfsverkefni Draumasmiðjunnar, LR og ÍD og  verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í janúar 2008. Æfingatímabilinu er skipt  í tvo hluta, fyrra tímabilið stendur nú yfir og verður fram í september en það síðara byrjar í desember og verður fram í janúar. Sýningunni má líkja við óvissuferð þar sem eitt af frægustu verkum leikhúsbókmenntanna er notað sem grunnur að ferðalaginu.  Leikgerðin endurspeglar  mismunandi tjáningarform mannsins, þrána eftir samskiptum og  hversu ólíkum aðferðum hver og einn beitir í samskiptum sínum. Sagan verður sögð af dansara í hlutverki Óþelló, leikara í hlutvergi Jagó og heyrnarlausri leikkonu í hlutverki Desdemónu, svo að úr verður blanda af dansi, táknmáli og tali . Þessi ólíku tjáningarform munu á einhverjum tímapunkti renna saman með ófyrirséðum afleiðingum.   Sýningin hlaut styrkt frá Menntamálaráðuneytinu.

Síðara verkið ,,Ég á mig sjálf” eftir Gunnar I. Gunnsteinsson og leikhópinn, er spennandi forvarnarverk um átröskunarsjúkdóminn anorexíu. Verkið sem verður frumsýnt í september, segir frá örlagaríkum morgni mæðgna þegar móðirin uppgötvar að dóttir hennar er orðin veik af þessum hræðilega sjúkdómi í annað sinn.   

Sýningin er styrkt af Reykjavíkurborg

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Draumasmiðjuteymið
Draumasmiðjuteymið
Draumasmiðjan var stofnuð árið 1994 og hefur starfað óslitið síðan. Meðal sýninga Draumasmiðjunnar má nefna Ávaxtakörfuna, Baneitrað samband á Njálsgötunni, Góðar hægðir og Ég sé.. auk margra fleiri sýninga. Ég sé... markaði tímamót í stefnu Draumasmiðjunnar, en hún var fyrsta íslenska Döff-leiksýningin og í dag séræfir Draumasmiðjan sig í Döff-leikhúsi auk venjulegrar leiklistarstarfsemi.

Nýjustu myndir

  • othelo taka 2 2 (47)
  • úr Óþelló, Desdemóna og Jagó
  • Picture 029
  • Okt 112

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband