Hvar er (K)Lárus?

Draumasmiðjan DÖFF-RÆTUR frumsýndi gamanleikritið "Hvar er (K)Lárus?" í Kópavogsleikhúsinu 15. nóvember við mikinn fögnuð áhorfenda. Verkið er fyrsta uppfærsla hópsins sem er áhugaleikhópur á vegum Draumasmiðjunnar skipaður eingöngu heyrnarlausum listamönnum. 

Vegna mikillir aðsóknar hafa verið settar inn aukasýningar

6. desember kl. 20:00

og

28. desember kl. 20:00

Sýnt er í Kópavogsleikhúsinu, Funafold 2 í Kópavogi. Miðapantanir eru á netfanginu draumamsidjan (hjá) draumasmidjan.is og í síma 898 4429 (fyrir táknmál í 3G) eða 824 2525 (fyrir íslensku)


Hvar er (K)Lárus?

Draumasmiðjan hefur nú stofnað áhugamannaleikhópinn Döff-Rætur og hefur hópurinn æft af kappi verðlaunaverkið úr leikritasamkeppni Höfundasmiðjunnar síðasta vor, "Hvar er (K)Lárus?". Höfundur verksins er Már Ólafsson, en leikstjóri er Jan Fiurasek

Verkið verður sýnt í Kópavogsleikhúsinu í Funalind, þann 15. nóvember og eru næstu sýningar 21. og 22. nóvember og hefjast sýningar  kl. 20:00. Hægt er að panta miða á netanginu hennar Elsu: elsa (hjá) draumasmidjan.is. 

 

Ekki missa af þessari skemmtilegri sýningu!


HA?

othelo taka 2 2 (47)

Oft hef ég orðið hissa á leikgagnrýni en nú skil ég hana bara ekki! Martin Regal skrifar leikgagnrýni  um "Óþelló, Desdemónu og Jagó" 2 febrúar. Eins og ég skil þennan leikdóm þá kvartar hann helst undan því að við séum ekki að setja upp Óþelló eftir Shakespeare (verkið er leikgerð sem unnir er upp úr Óþelló). Hann kemur t.d. með tillögu um að við bætum við þremur persónum úr upprunalega verkinu!!! HA?? Hvernig í ósköpunum dettir manninum í hug að það muni bæta þessa leikgerð. Grunn hugmynd leikgerðarinnar er að segja söguna með þessum þremur persónum og láta hverja þeirra nota sitt eigið tjáningarform (Óþelló dansar, Destemóna talar táknmál og Jagó talar íslensku) - bíddu.... ættum við þá kannski að láta hina steppa, syngja og mála??? Ef honum fannst þessi leikgerð ekki nógu góð, leiddist eða var bara einfaldlega ekki ánægður með sýninguna í heild sinni er ekki spurningin hér - heldur hvernig hann gagnrýnir. Hann kom til að sjá Óþelló eftir Shakespeare - en við vorum hins vegar með sýninguna "Óþelló, Desdemóna og Jagó" (nafnið hefði t.d. átt að vera smá hint). En nei það kom málinu greinilega ekki við.  

Þegar ég las þennan dóm þá datt mér í hug saga sem sögð var í tíma í listfræði þegar ég var í BA náminu mínu - þar var listamaður að flytja listaverk sitt "Fuglinn" - þetta var straumlínulaga skúlptúr sem átti að tákna fugl. Tollgæslan vildi hins vegar ekki leyfa honum að setja verkið í tollflokk fyrir listaverk - því þetta líktist jú ekkert fugli! -var bara járnarusl í þeirra augum. Það sem er hins vegar dálítið sorglegt er að þessi saga með fuglinn gerðist fyrir tugum ára - en þessi dómur kom í síðustu viku!

Frumsýning í Borgarleikhúsinu 30. janúar kl. 20

úr Óþelló, Desdemóna og Jagó

Óþelló, Desdemóna og Jagó verður frumsýnt á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu 30. janúar kl. 20. Sýningin stefnir í að verða stórkostlegt sjónarspil þar sem leikmynd, ljós, dans, táknmál, góður texti og frábær tónlist búa til magnaða blöndu fyrir skynfærin.

Forsýning 27. janúar kl 17 (miðaverð kr. 1000)

Forsýning 29. janúar kl 20 (miðaverð kr. 1000)

Frumsýning 30. janúar kl. 20 (uppselt)

2. sýning 3. febrúar kl. 20

3. sýning 10. febrúar kl. 17

4. sýning 16. febrúar kl. 20


Óþelló, Desdemóna og Jagó

Næsta verkefni Draumasmiðjunnar „Óþelló, Desdemóna og Jagó“er að fara í aftur í æfingu eftir stutt hlé. Verkið er leikgerð Gunnars Gunnsteinssonar,  byggð á Óþelló eftir Shakespeare en Gunnar er einnig leikstjóri verksins. Sýningin er samvinnuverkefni Draumasmiðjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins sem frumsýnd verður á litla sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 27. janúar 2008, kl 17:00 (ath breyttan sýningartíma!!).

Aðeins eru þrjú hlutverk í verkinu og hvert þeirra hefur sitt eigið tjáningarform, þ.e.a.s. í hlutverki Óþellós er dansarinn Brad Sykes, í hlutverki Desdemónu er heyrnarlausa leikkonan, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, sem tjáir sig á táknmáli og í hlutverki Jagós er leikarinn Hilmir Snær Guðnason sem fer með allan talaðan texta á íslensku. Hér er því ólíkum tjáningarformum mannsins stefnt saman og þau annars vegar látin standa sjálfstæð eða  tvinnast saman til að segja þessa dramatísku sögu helstu perlu leikbókmenntanna. Sýningin er fyrst og fremst sjónræn, en það er  myndlistarmaðurinn Vignir Jóhannsson sem gerir leikmyndina, María Ólafsdóttir sem hannar búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson sem hannar lýsinguna. Tónlist mun hins vegar einnig eiga stórann þátt í sýningunni og er það Rúnar Þórisson sem bæði semur tónlistina og flytur á sýningum.  Það er óhætt að segja að þessi sýning sé harla óvenjuleg og  höfði fyrst og fremst til skynjunar og upplifunar áhorfandans.

 


Sigga lifir góðu lífi enn

Picture 029

Ég dustaði rykið af henni Siggu litlu (-viltu koma í afmælið mitt) og sýndi eina sýningu á leikskólanum á Hellu. Það var alveg rosalega gaman - ég var eiginlega alveg búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt. Svo núna liggur fyrir að fara að bjóða hana í skólana aftur - þannig að ef einhver hefur áhuga  - þá endilega hafa samband Smile


Frumsýningin gekk rosalega vel

Jæja þá er frumsýningin afstaðin og hún gekk alveg rosalega vel. Takk fyrir Hagaskóli Smile. Það var nú dálítið skondið að sjá gamla skólann sinn aftur - hehe mig minnti nú t.d. að sviðið væri töluvert stærra. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og sviðin stór Wink. En já - við vorum í skýjunum og hlökkum til að takast á við áframhaldið.

 

Magga leikstjóri


Forsýning á

Okt 112Við vorum með forsýningu í Snælandsskóla á föstudaginn. Sýndum fyrir 10. og 8. bekk, ca 100 krakkar. Vá - viðbrögðin voru langt fram út því sem við höfðum þorað að vona. Það hefði mátt heyra saumnál detta!! Ég átti alveg eins von á því að þetta mikla drama færi fyrir brjóstið á mestu töffurunum - en nei ekki aldeilis. Allir bara rosa hrifnir. Við vorum alveg í skýjunum. Það var eitthvað um textarugl - enda ekki um eiginlega sýningu að ræða, aðeins æfing - en það gerði sýninguna bara skemmtilegri. Alltaf gaman að geta sagst hafa tekið eftir að leikarar rugluðust - gerir sýninguna bara eftirminnilegri heheh.

 

Magga leikstjóri


Ég á mig sjálf.

Frumsýning verður annað kvöld kl 21:00 á leikverkinu "Ég á mig sjálf" eftir Gunnar Gunnsteinsson í leikgerð og leikstjórn Margrétar Pétursdóttur.

Póstum inn myndum hér og meiri upplýsingum um verkið og hvar hægt er að nálgast sýningar hér fljótlega.


Næsta síða »

Höfundur

Draumasmiðjuteymið
Draumasmiðjuteymið
Draumasmiðjan var stofnuð árið 1994 og hefur starfað óslitið síðan. Meðal sýninga Draumasmiðjunnar má nefna Ávaxtakörfuna, Baneitrað samband á Njálsgötunni, Góðar hægðir og Ég sé.. auk margra fleiri sýninga. Ég sé... markaði tímamót í stefnu Draumasmiðjunnar, en hún var fyrsta íslenska Döff-leiksýningin og í dag séræfir Draumasmiðjan sig í Döff-leikhúsi auk venjulegrar leiklistarstarfsemi.

Nýjustu myndir

  • othelo taka 2 2 (47)
  • úr Óþelló, Desdemóna og Jagó
  • Picture 029
  • Okt 112

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband