Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Frumsýningin gekk rosalega vel

Jæja þá er frumsýningin afstaðin og hún gekk alveg rosalega vel. Takk fyrir Hagaskóli Smile. Það var nú dálítið skondið að sjá gamla skólann sinn aftur - hehe mig minnti nú t.d. að sviðið væri töluvert stærra. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og sviðin stór Wink. En já - við vorum í skýjunum og hlökkum til að takast á við áframhaldið.

 

Magga leikstjóri


Forsýning á

Okt 112Við vorum með forsýningu í Snælandsskóla á föstudaginn. Sýndum fyrir 10. og 8. bekk, ca 100 krakkar. Vá - viðbrögðin voru langt fram út því sem við höfðum þorað að vona. Það hefði mátt heyra saumnál detta!! Ég átti alveg eins von á því að þetta mikla drama færi fyrir brjóstið á mestu töffurunum - en nei ekki aldeilis. Allir bara rosa hrifnir. Við vorum alveg í skýjunum. Það var eitthvað um textarugl - enda ekki um eiginlega sýningu að ræða, aðeins æfing - en það gerði sýninguna bara skemmtilegri. Alltaf gaman að geta sagst hafa tekið eftir að leikarar rugluðust - gerir sýninguna bara eftirminnilegri heheh.

 

Magga leikstjóri


Ég á mig sjálf.

Frumsýning verður annað kvöld kl 21:00 á leikverkinu "Ég á mig sjálf" eftir Gunnar Gunnsteinsson í leikgerð og leikstjórn Margrétar Pétursdóttur.

Póstum inn myndum hér og meiri upplýsingum um verkið og hvar hægt er að nálgast sýningar hér fljótlega.


Höfundur

Draumasmiðjuteymið
Draumasmiðjuteymið
Draumasmiðjan var stofnuð árið 1994 og hefur starfað óslitið síðan. Meðal sýninga Draumasmiðjunnar má nefna Ávaxtakörfuna, Baneitrað samband á Njálsgötunni, Góðar hægðir og Ég sé.. auk margra fleiri sýninga. Ég sé... markaði tímamót í stefnu Draumasmiðjunnar, en hún var fyrsta íslenska Döff-leiksýningin og í dag séræfir Draumasmiðjan sig í Döff-leikhúsi auk venjulegrar leiklistarstarfsemi.

Nýjustu myndir

  • othelo taka 2 2 (47)
  • úr Óþelló, Desdemóna og Jagó
  • Picture 029
  • Okt 112

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband